Innlent

Pólsk menning kynnt í Reykjavík

undirritun samningsins Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, ásamt Önnu Wojtynska og Mörtu Macuga.
undirritun samningsins Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, ásamt Önnu Wojtynska og Mörtu Macuga.

Pólsk menningarhátíð verður haldin dagana 28. september - 1. október næstkomandi. Hátíðin hefur verið tvö ár í undirbúningi og með henni verður ýtt úr vör stærstu kynningu á pólskri menningu sem fram hefur farið hér á landi.

Landsvirkjun styrkir menningar­hátíðina en íslensk/pólska vináttufélagið og Landsvirkjun hafa undir­ritað samstarfssamning sem hefur það að markmiði að kynna pólska menningu á Íslandi og stuðla að skilningi á fjölmenningu og nútímasamfélagi á Íslandi.

Í byrjun tíunda áratugarins fluttu margir Pólverjar til Íslands í leit að betur launuðum stöfum og nú eru þeir langstærsti hópur innflytjenda. Flestir þeirra eru dreifðir um landið í ýmsum störfum þar sem lítillar sérmenntunar er krafist. Menningarhátíðinni er ætlað að kynna menningarlegan bakgrunn þessa fólks.

Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni eru heimsfrægir pólskir listamenn eins og Krzysztof Penderecki, sem mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá verða sýndar pólskar kvikmyndir og tónleikar haldnir til heiðurs Szymon Kuran tónlistarmanni sem lést á síðasta ári. Þeir sem vilja kynna sér dagskrá menningarhátíðarinnar betur er bent á heimasíðuna www.polska.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×