Innlent

Kauphöllin seld á þrjá milljarða

Kauphöll Íslands Stefnt er að því að Kauphöllin verði hluti af OMX, sem á kauphallir Norðurlandanna og í Eystrasaltsríkjunum.
Kauphöll Íslands Stefnt er að því að Kauphöllin verði hluti af OMX, sem á kauphallir Norðurlandanna og í Eystrasaltsríkjunum.

Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um kaup OMX kauphallanna á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. sem á Kauphöll Íslands. Verðið nemur rúmum þremur milljörðum króna.

Ganga á frá kaupunum í næsta mánuði og samkeyra kauphallirnar frá áramótum. Við sameininguna breytast aðstæður fyrirtækja sem hér eru skráð á markað, þau verða sýnilegri og líklegt að erlend fjárfesting aukist. Þá má búast við að erlendar greiningardeildir taki að sýna íslenskum fyrirtækjum áhuga og fjalli um þau með reglulegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×