Innlent

Verðbólgan niður á næsta ári

Geir H. Haarde Telur að stjórnvöldum takist að koma verðbólgunni niður á miðju næsta ári.
Geir H. Haarde Telur að stjórnvöldum takist að koma verðbólgunni niður á miðju næsta ári.

Geir H. Haarde forsætis­ráðherra er bjartsýnn á að tímabundin niðursveifla efnahagslífsins snúist við von bráðar.

„Ég tel að það séu mjög góð teikn á lofti núna, nýjustu verðbólgutölurnar benda til þess,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann benti á endurskoðaðar hagvaxtartölur og lítið atvinnuleysi máli sínu til stuðnings og sagði aðgerðir stjórnvalda frá því í sumar vera að skila árangri. Geir vildi þó ekki segja til um hvenær hægt yrði að efna til opinberra útboða á nýjan leik. „Það styttist í það en við höfum ekki tekið nýja ákvörðun um þau mál.“

Stýrivextir Seðlabanka hafa hækkað stig af stigi undanfarin ár og nema nú fjórtán prósentum. Geir vildi ekkert gefa út á hækkan­irnar, sagðist ekki tjá sig um vaxtaákvarðanir bankans.

Spurður út í nýjan samanburð á verðbólgu í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, þar sem Ísland trónir á toppnum, sagðist Geir hafa áhyggjur af stöðunni. „En við erum að vinna að því að koma henni niður og ég tel allt benda til þess að það muni takast fyrir eða um mitt næsta ár. Ég tel að verðbólgutölurnar sem við munum sjá á næstum mánuðum og upphafi næsta árs verði allt aðrar en verið hefur á þessu ári.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×