Innlent

ÞSSÍ og RKÍ vinna áfram saman í Mósambík

Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Rauði kross Íslands skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning um verkefni á sviði heilbrigðismála í Mósambík. Samtökin hafa starfað saman þar í landi frá árinu 1999 þegar ráðist var í byggingu heilsugæslustöðvar í Hindane í Maputo-héraði en hún þjónar nú 5 þúsund íbúum á svæðinu. Samkvæmt nýja samningnum ætla Þróunarsamvinnustofnun og Rauði krossinn að vinna að sams konar heilsugæsluverkefni á öðrum stað í héraðinu fram til ársins 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×