Innlent

Hagþenkir úthlutar starfsstyrkjum fyrir árið

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað starfsstyrkjum til ritstarfa árið 2006. Alls var úthlutað 6,7 milljónum til 38 verkefna á þessu ári og spanna þau allt frá grunnrannsóknum við háskóla til námsefnis fyrir grunnskólabörn og fræðslurita og handbóka fyrir almenning.

Stærsta styrkinn að þessu sinni, 400.000 krónur, hlaut Guðrún Sveinbjarnardóttir til að gefa út bók um fornleifarannsóknir í Reykholti 1987-89 og 1997-2003. Meðal þeirra sem hlutu 300.000 króna styrk má

nefna Björn Hróarsson sem hlaut styrk til að vinna að alþýðlegu fræðiriti um hraunrennsli og hellafræði, Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur og Sigríði Ólafsdóttur sem hlutu styrk til að búa til námsefni sem nefnist "Ég vil

læra íslensku" og Ármann Jakobsson sem hlaut styrk til fræðilegrar útgáfu Morkinskinnu.

Auk starfsstyrkja úthlutaði Hagþenkir einnig þóknunum fyrir ljósritun ogferðastyrkjum til félagsmanna. Alls nema styrkir og þóknanir Hagþenkis á þessu ári 14,2 milljónum króna eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×