Innlent

Forfeður Kelta spænskir fiskimenn

Breskur vísindamaður á sviði erfðarannsókna fullyrðir að forfeður Kelta á Bretlandseyjum séu spænskir fiskimenn. Þar með mætti leiða líkur að því að drjúgur hluti Íslendinga geti rakið ættir sínar til Spánarstranda.

Til þessa hafa bretar talið að keltar á bretlandseyjum eigi sinn uppruna í MiðEvrópu en nýjar niðurstöður rannsókna prófessorsins Bryan Sykes, sem er erfðavísindamaður við Oxfordháskóla, kollvarpa þeirri kenningu. Í blaðinu Independent er greint frá því að rannsóknir Sykes á 10 þúsund erfðasýnum breta og íra sýni að þeir geti rakið ættir sínar til Spánar. Forfeður Kelta séu því spænskir fiskimenn sem sigldu yfir Biskæjaflóa fyrir 6 þúsund árum. Víkingablóð blandast svo því Keltneska með landnámi norrænna manna á níundu og tíundu öld.

Nú hefur Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur gert rannsókn á uppruna Íslendinga. Hafa þær rannsóknir í stuttu máli leitt í ljós að flestir íslendingar við landnám hafi komið frá Noregi. Þó virðist meirihluti landnámskvenna hafa verið af breskum ættum Það hafa því við landnám blandast saman norskir karlar og konur sem gátu flestar rakið ættir sínar til sólríkra stranda suður á spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×