Dorrit Moussaieff tvívegis í vandræðum í Ísrael á einum mánuði. 11. maí 2006 19:23 Dorrit Moussaieff forsetafrú ætlar að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eftir fáeina daga. Hún hefur tvívegis á einum mánuði lent í vandræðum hjá starfsmönnum ísraelska innflytjendaeftirlitsins og segist ekki viss um hvort hún vilji fara þangað aftur. Dorrit var á ferð ásamt fleirum fyrr í vikunni í Ísrael. Eftir þriggja daga dvöl var hún kyrrsett á flugvellinum þar sem hún var ekki með ísraelskt vegabréf og lauk málinu ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í ámóta, því í síðasta mánuði var hún í Ísrael að heimsækja veikan föður sinn og þá kom svipað upp. Hún segist einmitt hafa gengið sérstaklega frá því fyrir seinni ferðina að ekkert svona endurtæki sig. Rætt hafi verið við sendiráð, utanríkisráðuneyti og fleiri, en allt kom fyrir ekki, hún lenti í svipuðum hremmingum aftur Myndbrot af samskiptum hennar og starfsmanns innflytjendaeftirlitsins var sýnt í ísraelskum fjölmiðlum. Dorrit segist ekki vita hver tók þær myndir, en segir gott að það hafi verið teknar og vill að myndskeiðið verði sýnt í heild sinni því það sýni hvernig samskiptin fóru fram. Hún segist ekki viss um hvort hún vilji fara aftur til Ísraels. Í það minnsta kosti ekki eins og henni líður núna. Hún segist hafa fengið um hundrað símtöl vegna málsins. Á sunnudag hafa Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson verið þrjú ár í hjónabandi og hún ætti því að geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Hún segist ætla að gera það um leið og hún má og að hún muni verða stolt af því. Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú ætlar að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eftir fáeina daga. Hún hefur tvívegis á einum mánuði lent í vandræðum hjá starfsmönnum ísraelska innflytjendaeftirlitsins og segist ekki viss um hvort hún vilji fara þangað aftur. Dorrit var á ferð ásamt fleirum fyrr í vikunni í Ísrael. Eftir þriggja daga dvöl var hún kyrrsett á flugvellinum þar sem hún var ekki með ísraelskt vegabréf og lauk málinu ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í ámóta, því í síðasta mánuði var hún í Ísrael að heimsækja veikan föður sinn og þá kom svipað upp. Hún segist einmitt hafa gengið sérstaklega frá því fyrir seinni ferðina að ekkert svona endurtæki sig. Rætt hafi verið við sendiráð, utanríkisráðuneyti og fleiri, en allt kom fyrir ekki, hún lenti í svipuðum hremmingum aftur Myndbrot af samskiptum hennar og starfsmanns innflytjendaeftirlitsins var sýnt í ísraelskum fjölmiðlum. Dorrit segist ekki vita hver tók þær myndir, en segir gott að það hafi verið teknar og vill að myndskeiðið verði sýnt í heild sinni því það sýni hvernig samskiptin fóru fram. Hún segist ekki viss um hvort hún vilji fara aftur til Ísraels. Í það minnsta kosti ekki eins og henni líður núna. Hún segist hafa fengið um hundrað símtöl vegna málsins. Á sunnudag hafa Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson verið þrjú ár í hjónabandi og hún ætti því að geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Hún segist ætla að gera það um leið og hún má og að hún muni verða stolt af því.
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira