Innlent

Fartölvur

Eiginleikar sem skipta námsmenn mestu máli:

Stærð Mikilvægt að tölvan sé nógu létt til að maður nenni að bera hana allan daginn.

Rafhlaða Enginn vill að tölvan slökkvi á sér í miðjum tíma. Nauðsynlegt að rafhlaðan endist að minnsta kosti heilan skóladag.

Verð Námsmenn eru samkvæmt skilgreiningunni fátækir og vilja fá mest fyrir sem minnstan pening.



Eiginleikar sem skipta námsmenn minna máli:

Afl Það þarf enga ofurtölvu til að glósa, senda póst og vafra.

Skjástærð Stærri skjár gerir tölvuna stærri og þyngri. Minni skjár hentar oft betur í skólatölvur.



Eiginleikar sem skipta alla fartölvueigendur máli:

Merki Kauptu merki sem þú þekkir og treystir. Ef enginn þekkir merkið er sennilega góð ástæða fyrir því. Ábyrgð Þegar fartölvur bila er oft rándýrt að gera við þær. Tveggja ára ábyrgð er algjört lágmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×