Vinna, vinna: Eitt mál enn 10. ágúst 2006 06:00 Bandaríkjamenn afla eins og áður meiri tekna á mann en flestar Evrópuþjóðir. Það stafar öðrum þræði af því, að Bandaríkjamenn vinna að jafnaði meira en nú tíðkast í Evrópu. Bandarískt atvinnulíf er að sönnu hagkvæmt í öllum aðalatriðum, svo er rótgrónum og vel smurðum markaðsbúskap fyrir að þakka og virku lýðræði, enda þótt ýmisleg staðbundin óhagkvæmni íþyngi efnahagslífinu þarna fyrir vestan eins og ég lýsti hér á þessum stað fyrir viku. Landsframleiðsla á hverja vinnustund, öðru nafni vinnuframleiðni, er nú meiri í sjö Evrópulöndum en í Bandaríkjunum. Vinnuframleiðni er áreiðanlegasti mælikvarði á árangur þjóða í efnahagsmálum, sem völ er á, því að hann tekur fyrirhöfnina á bak við framleiðsluna með í reikninginn. Bandaríkjamenn vinna mest allra hátekjuþjóða að Grikkjum einum undanskildum samkvæmt tiltækum tölum um vinnutíma, en þær eru að vísu ýmsum vafa undirorpnar og eru því sjaldnar notaðar en vert væri. Það er óheppilegt, að vinnutímatölur, sem þörf er á til að búa til mikilvægasta mælikvarðann um hagsæld vel stæðra þjóða, skuli vera ófullkomnar og umdeildar. Brýnt er að bæta úr því. Kaupmáttur bandarískra vinnulauna hefur skroppið saman síðan 2001 þrátt fyrir öran hagvöxt, því að búhnykkurinn vestra hefur í fyrsta lagi fallið efnafólki í skaut. Aukinn ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna í Bandaríkjunum undanfarin ár er að nokkru leyti til kominn vegna tækniframfara, sem hafa ýtt undir eftirspurn eftir vel menntuðu vinnuafli, en þó ekki að öllu leyti, því að stefna ríkisstjórnar Bush forseta til dæmis í skattamálum hefur leynt og ljóst dregið taum efnafólks. Ríka fólkið og forríka fólkið: það eru mínir menn, segir Bush með glampa í augum. Bandaríkin hafa lengi búið við meiri ójöfnuð í skiptingu auðs og tekna en Evrópumenn. Það hefur verið mörgum ráðgáta, hvers vegna mikill ójöfnuður í Bandaríkjunum langt umfram Evrópu birtist ekki í dvínandi framleiðslu samkvæmt þjóðhagsreikningum. Gátan er þessi: mikill ójöfnuður á það til að draga þrótt úr efnahagslífinu með því meðal annars að ala á úlfúð, sem getur brotizt út í verkföllum og öðrum framleiðsluröskunum. Um slævandi áhrif ójafnaðar á hagvöxt sjást þó engin skýr merki í bandarískum framleiðslutölum. Mikill ójöfnuður hneigist einnig til að veikja liðsheildina, því að mannafli lands er eins og íþróttalið: ætla mætti, að fjölmenn og illa haldin lágstétt dragi efnahagslífið niður, en því er ekki að heilsa í framleiðslutölunum. En vinnutímatölurnar tala þó skýru máli: kaninn þarf að þræla sér út til að ná endum saman. Athuganir tölfræðinga á líkamsbyggingu fólks bregða frekari birtu á málið. Ég hef sagt frá þessu áður hér á þessum stað. Bandaríkjamenn á sjötugsaldri eru tveim til þrem sentimetrum hærri að vexti en Þjóðverjar á sama reki. Þetta kann að vera vísbending um efnahagsyfirburði Bandaríkjamanna umfram Þjóðverja árin eftir stríð, þegar þessi kynslóð var að vaxa úr grasi. Bandaríkjamenn höfðu þá allt til alls á þeirra tíma mælikvarða, en Þjóðverjar liðu skort. Nú er öldin önnur, því að fullvaxnir Þjóðverjar eru nú tveim til þrem sentimetrum hærri en Bandaríkjamenn að meðaltali. Það er þá kannski vísbending um góðan árangur Þjóðverja í efnahagsmálum á síðari árum, þótt hann birtist ekki skýrt í hagtölum um landsframleiðslu og þjóðartekjur. Þjóðverjar sjá vel fyrir sínum minnstu meðbræðrum, svo að enginn líður þráfelldan skort og nær allir ná eðlilegri líkamshæð. Bandaríkjamenn hafa að vísu byggt upp öflugt velferðarkerfi að evrópskri fyrirmynd frá því árin eftir 1960, Lyndon Johnson forseti bar hitann og þungann af þeirri baráttu gegn harðri andstöðu, en bandarísk velferð er gloppótt. Sjöundi hver Bandaríkjamaður stendur ótryggður frammi fyrir heilsumissi, fjórða hvert barn elst upp í fátækt, helmingur atvinnulausra fær engar bætur. Álitlegur fjöldi Bandaríkjamanna býr við svo kröpp kjör, að börnin þeirra ná ekki fullri líkamshæð. Smávaxin lágstétt dregur landsmeðaltalið niður. Aðrir vitnisburðir hníga í sömu átt. Langskólagengnir Bandaríkjamenn eru að meðaltali þrem sentimetrum hærri að vexti en þeir, sem létu skólaskylduna duga. Hæð og tekjur fylgjast að milli félagshópa innan lands, en ekki til fulls milli landa, að því er séð verður, úr því að Evrópa hefur skotið Bandaríkjunum aftur fyrir sig eftir hæðarmálinu og vinnutímatölum, en ekki samkvæmt framleiðslutölum, ekki enn. Það er bjart yfir Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Bandaríkjamenn afla eins og áður meiri tekna á mann en flestar Evrópuþjóðir. Það stafar öðrum þræði af því, að Bandaríkjamenn vinna að jafnaði meira en nú tíðkast í Evrópu. Bandarískt atvinnulíf er að sönnu hagkvæmt í öllum aðalatriðum, svo er rótgrónum og vel smurðum markaðsbúskap fyrir að þakka og virku lýðræði, enda þótt ýmisleg staðbundin óhagkvæmni íþyngi efnahagslífinu þarna fyrir vestan eins og ég lýsti hér á þessum stað fyrir viku. Landsframleiðsla á hverja vinnustund, öðru nafni vinnuframleiðni, er nú meiri í sjö Evrópulöndum en í Bandaríkjunum. Vinnuframleiðni er áreiðanlegasti mælikvarði á árangur þjóða í efnahagsmálum, sem völ er á, því að hann tekur fyrirhöfnina á bak við framleiðsluna með í reikninginn. Bandaríkjamenn vinna mest allra hátekjuþjóða að Grikkjum einum undanskildum samkvæmt tiltækum tölum um vinnutíma, en þær eru að vísu ýmsum vafa undirorpnar og eru því sjaldnar notaðar en vert væri. Það er óheppilegt, að vinnutímatölur, sem þörf er á til að búa til mikilvægasta mælikvarðann um hagsæld vel stæðra þjóða, skuli vera ófullkomnar og umdeildar. Brýnt er að bæta úr því. Kaupmáttur bandarískra vinnulauna hefur skroppið saman síðan 2001 þrátt fyrir öran hagvöxt, því að búhnykkurinn vestra hefur í fyrsta lagi fallið efnafólki í skaut. Aukinn ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna í Bandaríkjunum undanfarin ár er að nokkru leyti til kominn vegna tækniframfara, sem hafa ýtt undir eftirspurn eftir vel menntuðu vinnuafli, en þó ekki að öllu leyti, því að stefna ríkisstjórnar Bush forseta til dæmis í skattamálum hefur leynt og ljóst dregið taum efnafólks. Ríka fólkið og forríka fólkið: það eru mínir menn, segir Bush með glampa í augum. Bandaríkin hafa lengi búið við meiri ójöfnuð í skiptingu auðs og tekna en Evrópumenn. Það hefur verið mörgum ráðgáta, hvers vegna mikill ójöfnuður í Bandaríkjunum langt umfram Evrópu birtist ekki í dvínandi framleiðslu samkvæmt þjóðhagsreikningum. Gátan er þessi: mikill ójöfnuður á það til að draga þrótt úr efnahagslífinu með því meðal annars að ala á úlfúð, sem getur brotizt út í verkföllum og öðrum framleiðsluröskunum. Um slævandi áhrif ójafnaðar á hagvöxt sjást þó engin skýr merki í bandarískum framleiðslutölum. Mikill ójöfnuður hneigist einnig til að veikja liðsheildina, því að mannafli lands er eins og íþróttalið: ætla mætti, að fjölmenn og illa haldin lágstétt dragi efnahagslífið niður, en því er ekki að heilsa í framleiðslutölunum. En vinnutímatölurnar tala þó skýru máli: kaninn þarf að þræla sér út til að ná endum saman. Athuganir tölfræðinga á líkamsbyggingu fólks bregða frekari birtu á málið. Ég hef sagt frá þessu áður hér á þessum stað. Bandaríkjamenn á sjötugsaldri eru tveim til þrem sentimetrum hærri að vexti en Þjóðverjar á sama reki. Þetta kann að vera vísbending um efnahagsyfirburði Bandaríkjamanna umfram Þjóðverja árin eftir stríð, þegar þessi kynslóð var að vaxa úr grasi. Bandaríkjamenn höfðu þá allt til alls á þeirra tíma mælikvarða, en Þjóðverjar liðu skort. Nú er öldin önnur, því að fullvaxnir Þjóðverjar eru nú tveim til þrem sentimetrum hærri en Bandaríkjamenn að meðaltali. Það er þá kannski vísbending um góðan árangur Þjóðverja í efnahagsmálum á síðari árum, þótt hann birtist ekki skýrt í hagtölum um landsframleiðslu og þjóðartekjur. Þjóðverjar sjá vel fyrir sínum minnstu meðbræðrum, svo að enginn líður þráfelldan skort og nær allir ná eðlilegri líkamshæð. Bandaríkjamenn hafa að vísu byggt upp öflugt velferðarkerfi að evrópskri fyrirmynd frá því árin eftir 1960, Lyndon Johnson forseti bar hitann og þungann af þeirri baráttu gegn harðri andstöðu, en bandarísk velferð er gloppótt. Sjöundi hver Bandaríkjamaður stendur ótryggður frammi fyrir heilsumissi, fjórða hvert barn elst upp í fátækt, helmingur atvinnulausra fær engar bætur. Álitlegur fjöldi Bandaríkjamanna býr við svo kröpp kjör, að börnin þeirra ná ekki fullri líkamshæð. Smávaxin lágstétt dregur landsmeðaltalið niður. Aðrir vitnisburðir hníga í sömu átt. Langskólagengnir Bandaríkjamenn eru að meðaltali þrem sentimetrum hærri að vexti en þeir, sem létu skólaskylduna duga. Hæð og tekjur fylgjast að milli félagshópa innan lands, en ekki til fulls milli landa, að því er séð verður, úr því að Evrópa hefur skotið Bandaríkjunum aftur fyrir sig eftir hæðarmálinu og vinnutímatölum, en ekki samkvæmt framleiðslutölum, ekki enn. Það er bjart yfir Evrópu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun