Innlent

Sex milljörðum úthlutað

Barnabætur ársins 2005 hækkuðu um nítján prósent frá árinu 2004. Alls var tæpum sex milljörðum króna úthlutað til 55.500 framteljenda.

Nú er kominn til framkvæmda annar áfangi af þremur í breytingum á barnabótakerfinu sem samþykktar voru haustið 2004. Ótekjutengdar barnabætur til barna undir sjö ára aldri eru nú 46.747 krónur á ári, fjórðungi hærri en árið 2004. Þær munu svo hækka upp í 56 þúsund krónur á næsta ári. Þá hækkuðu tekjutengdar barnabætur alls um tíu prósent frá 2004 til 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×