Innlent

Stálheppinn að enda ekki í gili

Litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði þegar erlendur ferðamaður sofnaði undir stýri og velti bíl sínum skammt frá Húsafelli síðdegis í gær.

Þegar ökumaðurinn dottaði undir stýri kippti konan hans, sem sat í farþegasætinu, í hann. Við það hrökk maðurinn við, ók þvert yfir veginn og út af. Bíllinn fór tvær og hálfa veltu og staðnæmdist á hvolfi rétt við stærðarinnar gil. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var fólkið stálheppið að ekki færi mjög illa, en það slapp án teljandi meiðsla. Bíllinn ku vera gerónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×