Innlent

Fleiri eru grunaðir um aðild

kókaín
Fimmmenningar eru í haldi lögreglu fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli. Myndin tengist ekki málinu.
kókaín Fimmmenningar eru í haldi lögreglu fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli. Myndin tengist ekki málinu. MYND/Vilhelm

Par um tvítugt var handtekið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöldið, með um tvö kíló af kókaíni í fórum sínum.

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði parið, sem var að koma frá London, við hefðbundið eftirlit og við leit fundust um tvö kíló af kókaíni.

Í framhaldi voru tveir einstaklingar um tvítugt handteknir í móttökusal flugstöðvarinnar sem biðu eftir parinu. DV hefur eftir vitnum að lögreglumenn þustu inn í flugstöðvarbygginguna og handtóku hina grunuðu. Um var að ræða samvinnu lögregluembættanna í Keflavík og Reykjavík. Ekki fékkst uppgefið hvort lögregla hafi haft vitneskju um komu parsins fyrirfram. Fólkið hefur, samkvæmt DV, ekki komið við sögu lögreglunnar áður.

Fjórmenningarnir sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og hefur einn maður til viðbótar verið handtekinn, grunaður um aðild. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur yfir umfangsmikil leit lögreglu að fleiri einstaklingum sem taldir eru tengjast málinu.

Ef efnið reynist hreint hefði það dugaði í efni að andvirði um fjörutíu til sextíu milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×