Ófremdarástand í dagvistun barna 12. ágúst 2006 07:30 Dagvistun Fjöldi foreldra í Vesturbæ Reykjavíkur hefur enn ekki fundið dagvistun fyrir börn sín. Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna. Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna.
Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira