Innlent

Módel Gríms sýnd í Noregi

Verkefninu fagnað Árni Johnsen, Inge Halstensen, formaður norskra útvegsbænda, Grímur Karlsson og Frank Reite, bankastjóri Glitnis í Noregi.
Verkefninu fagnað Árni Johnsen, Inge Halstensen, formaður norskra útvegsbænda, Grímur Karlsson og Frank Reite, bankastjóri Glitnis í Noregi.

Ákveðið hefur verið að sýna skipamódel Gríms Karlssonar, skipstjóra og módelsmiðar frá Reykjanesbæ, af hundrað ára gömlum norskum síldveiðiskipum víðs vegar um Noreg. Verkefnið er fjármagnað af Glitni og ýmsum aðilum í Noregi.

"Norðmenn eiga engin módel af skipum frá upphafi úthafssiglinga þeirra um 1880," segir Árni Johnsen, sem aðstoðaði við að koma sýningunni á fót. "Þessi skip komu síldarævintýrinu við Ísland af stað. Norðmenn voru yfir sig hrifnir af því að til væru módel af skipum frá þessu tímabili og með þessu kynna Íslendingar þennan hluta af atvinnusögu sinni og Norðmanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×