Nú er mál að linni – nú stíg ég af sviðinu 19. ágúst 2006 00:01 STIGIÐ AF SVIÐINU. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, lauk ræðu sinni á flokksþinginu í gær á orðunum: „En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu.“ Flokksmenn hylltu Halldór að ræðunni lokinni með löngu lófataki. MYND/STEFAN Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki. Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki.
Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira