Innlent

Gæsluvarðhald fellt úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 15. ágúst um að tveir menn, sem handteknir voru í kjölfar skotárásar í Hafnarfirði þann 21. júní síðastliðinn, skyldu sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 12. september.

Í dómsorði segir að af gögnum málsins verði ekki annað ráðið en að taka hefði mátt ákvörðun um ákæru á hendur mönnunum á þeim tíma sem ákveðinn var í fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði. Þar segir einnig að af hálfu lögreglunnar í Hafnarfirði hafi ekki verið gefin skýring á þeim drætti sem orðið hefur á meðferð málsins að þessu leyti. Því var úrskurðurinn um framlengingu gæsluvarðhalds felldur úr gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×