Innlent

Vélin fari hvergi í bráð

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ítrekaði afstöðu sína vegna staðsetningar sjúkraflugvélar á Vestfjörðum, á fundi sínum í fyrradag. Bæjarráðið vill að sjúkraflugvélin verði áfram á Ísafirði.

Til stendur að sjúkraflugvélin verði staðsett á Þingeyri, en bæjarráðið telur það ótækt þar sem enn hefur ekki verið settur upp búnaður til næturflugs á Þingeyrarflugvelli, en ráðið álítur það forsendu fullnægjandi öryggis í sjúkraflugi.

Þingeyrarflugvöllur var vígður um síðustu helgi en könnun og mælingar fyrir næturflug eiga eftir að fara fram. Neyðarflug er þó heimilt á völlinn að næturlagi og þá einvörðungu við góðar aðstæður, svokallað nætursjónflug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×