Innlent

Nær uppselt á landsleikinn

Frá Laugardalsvelli Nýju sætin reynast vonandi vel gegn Dönum.
Frá Laugardalsvelli Nýju sætin reynast vonandi vel gegn Dönum. MYND/GVA

Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum á leik Íslands og Danmerkur, í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattpspyrnu, ákvað Knattspyrnusamband Íslands að hækka miðaverð á leikinn.

Við þurfum að hafa sem mestar tekjur út úr landsleikjunum. Eftirspurnin eftir miðum á landsleikinn gegn Dönum er gríðarleg, bæði hér á landi og erlendis. Við höfum áður hækkað miðaverð í svona stórum leikjum, en sé mið tekið af miðaverði á landsleiki erlendis þá er verðinu hér á landi stillt í hóf.

Miðaverð í nýuppgerða stúku á Laugardalsvelli er 5.000 krónur. Miðasala hófst eftir hádegi í gær og varð fljótt uppselt í þá stúku en hún tekur 3.300 manns í sæti.

Miðaverð í önnur stæði á vellinum er annars vegar 4.500, í stúku sem tekur 3.500 manns í sæti, og 2.000 krónur í stúkusæti sitthvoru megin við sætin í miðju nýuppgerðu stúkunnar.

Samtals nema tekjur vegna miðasölu ríflega 30 milljónum króna. Hægt er fá fimm hundruð króna afslátt á miðunum séu þeir keyptir í forsölu en líklegt má telja að uppselt verði á leikinn í dag, miðað við hversu hratt miðar seldust í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×