Innlent

Banna umferð um íshellana

Íshellir við hrafntinnusker
Rætt hefur verið um að setja svipuð skilti upp á fleiri stöðum, svo sem við katla á Fimmvörðuhálsi.
Íshellir við hrafntinnusker Rætt hefur verið um að setja svipuð skilti upp á fleiri stöðum, svo sem við katla á Fimmvörðuhálsi.
Skilti sem banna umferð í íshellum voru sett upp við Hrafntinnusker í gærkvöld. Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur fyrir uppsetningu skiltanna ásamt lögreglu og sýslumannsembættinu í Rangárvallasýslu. Þýskur ferðamaður lést þegar hrundi úr lofti eins af íshellunum á jarðhitasvæðinu við Hrafntinnusker 16. ágúst síðastliðinn.

Gils Jóhannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli, segir hugmyndir uppi um að setja svipuð skilti við fleiri hættulega staði. „Það hefur verið rætt um að setja upp skilti við katla á Fimmvörðuhálsi,“ segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×