Innlent

Ekki gjald á byggingavörur

Umhverfisráðuneytinu hefur borist umsögn frá Neytendasamtökunum þar sem samtökin hafna fyrirhugaðri gjaldtöku á byggingavörum, til að   fjármagna að hluta til starfsemi Byggingarstofnunar.

Neytendasamtökin benda á að slík gjaldtaka muni leiða til hækkunar á verði byggingavara og neytendur þurfi þar með að bera lungann af kostnaði við rekstur Byggingarstofnunar.

Samtökin telja eðlilegra að þeir sem nýta sér þjónustu stofnunarinnar greiði sjálfir fyrir hana. Að öðru leyti verði kostnaður við Byggingarstofnun greiddur af ríkissjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×