Innlent

Fagna ályktun Framsóknar

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem það fagnar því hversu mikil áhersla er lögð á menntamál í nýrri stjórnmálaályktun Framsóknarflokksins, þá sérstaklega hvað varðar jafnrétti til náms.

Stúdentaráð tekur undir það að menntun og vísindi sé undirstaða framfara og nýsköpunar. Það segir baráttuna gegn upptöku skólagjalda vera mikilvægasta liðinn í að tryggja jafnrétti til náms við Háskóla Íslands, og fagnar því að eiga bandamenn innan ríkisstjórnarinnar þegar raddir um slík gjöld gerast æ háværari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×