Innlent

Mikill áhugi fólks á skipinu

Vinna við Hval 9 í fullum gangi Ef allt gengur að óskum gæti hvalveiðiskipið orðið tilbúið til veiða eftir tvær vikur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í slippinn við Reykjavíkurhöfn til að skoða skipið.
Vinna við Hval 9 í fullum gangi Ef allt gengur að óskum gæti hvalveiðiskipið orðið tilbúið til veiða eftir tvær vikur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í slippinn við Reykjavíkurhöfn til að skoða skipið. MYND/Vilhelm

Að sögn Bjarna Thoroddsen, framkvæmdastjóra hjá Stálsmiðjunni í Reykjavíkurhöfn, hefur Hvalur 9 vakið mikla athygli eftir að hann var dreginn upp í slipp í fyrsta sinn síðan 1989.

Hingað hefur fólk streymt nær látlaust frá því að það kom upp til að berja skipið augum, enda margir forvitnir um ástand þess eftir allan þennan tíma í höfninni, segir Bjarni. Það er mikið spurt enda eru margir spenntir því fjöldi manna hefur beðið spenntur í mörg ár eftir að þetta myndi.

Framkvæmdir við skipið eru komnar á fullt. Nú er verið að þrífa það með háþrýstidælu og öxuldraga. Það er orðið ljóst að við þurfum að hreinsa alla málningu af botninum á bátnum því að hrúðurkarlarnir voru komnir eiginlega alveg inn í stál, segir Bjarni og hlær.

Bjarni segir að ef allt gangi að óskum ætti skipið að vera tilbúið til veiða eftir tvær vikur. Enn hefur þó ekkert verið ákveðið hvenær eða hvort af þeim verður. Ef það er ekkert að legum í öxli eða stýri ættu þetta ekki að vera nema tvær vikur sem skipið þarf að vera í slipp. Þá ætti skipið að vera klárt í slaginn, segir Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×