Innlent

Birkir Jón stýrir fjárlaganefnd

Birkir Jón Jónsson Nýr formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Birkir Jón Jónsson Nýr formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, er nýr formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Stefánssyni sem varð félagsmálaráðherra í sumar. Framsóknarmenn gengu frá nýrri skipan í nefndir þingsins á þriðjudagskvöld vegna breytinganna sem urðu á þingliði flokksins í júní.

Ég hef átt sæti í nefndinni allt þetta kjörtímabil og er því orðinn nokkuð kunnugur störfum hennar, sagði Birkir Jón í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði stefnubreytingu á störfum nefndarinnar ekki liggja fyrir, nefndarmenn eigi eftir að setjast niður og ræða hvernig vinnunni verði háttað í haust.

Guðjón Ólafur Jónsson, sem tók sæti Árna Magnússonar á þingi, tekur við formennsku í heilbrigðis- og trygginganefnd af Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Guðjón verður einnig varaformaður allsherjarnefndar auk þess að setjast í fjárlaganefnd og sjávarútvegsnefnd. Sæunn Stefánsdóttir tekur sæti í fjórum fastanefndum þingsins, þar á meðal efnhags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, verður varaformaður utanríkismálanefndar en sest einnig í samgöngunefnd auk forsætisnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×