Mislægu gatnamótin eru vel á veg komin 24. ágúst 2006 07:45 Hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er langt á veg komin hjá Vegagerðinni og borgaryfirvöldum. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkur. Það er ekki komin nákvæm tímaáætlun en okkur er í raun ekkert að vanbúnaði að fara að byrja á þessu, segir Gísli. Fyrst þarf samt til dæmis að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu og við munum halda samráðsfund fljótlega með íbúunum. Gísli segir að líklega verði framkvæmdin mjög langt komin fyrir næstu kosningar vorið 2010. Áætlað er að gatnamótin muni kosta um þrjá milljarða. Þá hefur verið samþykkt að skoða það samhliða að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni og undir Lönguhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa orðið á bilinu 40 til 50 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu á gatnamótunum ár hvert undanfarin fimm ár. Þá er skýrslu um Sundabraut í jarðgöngum að vænta á næstu dögum. Gísli hefur boðað fund í samráðsnefnd um framkvæmdina á þriðjudaginn næsta þar sem rætt verður um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Við þurfum einfaldlega að setjast að þessu verki og finna þá lausn sem hentar best en er jafnframt raunhæf hvað varðar kostnað og tímaramma, segir Gísli. Við viljum vinna verkið eins hratt og auðið er. Gísli segir að það myndi óhjákvæmilega taka lengri tíma ef valin yrði sú leið að leggja brautina í jarðgöng þar sem sú leið hafi ekki farið í umhverfismat, og það taki tíma. Fljótlegra væri að velja aðrar leiðir sem hefðu þegar farið í umhverfismat. Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er langt á veg komin hjá Vegagerðinni og borgaryfirvöldum. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkur. Það er ekki komin nákvæm tímaáætlun en okkur er í raun ekkert að vanbúnaði að fara að byrja á þessu, segir Gísli. Fyrst þarf samt til dæmis að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu og við munum halda samráðsfund fljótlega með íbúunum. Gísli segir að líklega verði framkvæmdin mjög langt komin fyrir næstu kosningar vorið 2010. Áætlað er að gatnamótin muni kosta um þrjá milljarða. Þá hefur verið samþykkt að skoða það samhliða að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni og undir Lönguhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa orðið á bilinu 40 til 50 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu á gatnamótunum ár hvert undanfarin fimm ár. Þá er skýrslu um Sundabraut í jarðgöngum að vænta á næstu dögum. Gísli hefur boðað fund í samráðsnefnd um framkvæmdina á þriðjudaginn næsta þar sem rætt verður um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Við þurfum einfaldlega að setjast að þessu verki og finna þá lausn sem hentar best en er jafnframt raunhæf hvað varðar kostnað og tímaramma, segir Gísli. Við viljum vinna verkið eins hratt og auðið er. Gísli segir að það myndi óhjákvæmilega taka lengri tíma ef valin yrði sú leið að leggja brautina í jarðgöng þar sem sú leið hafi ekki farið í umhverfismat, og það taki tíma. Fljótlegra væri að velja aðrar leiðir sem hefðu þegar farið í umhverfismat.
Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira