Vort líf, vort líf! Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 24. ágúst 2006 13:20 Framsóknarmenn héldu glæsilegt flokksþing sitt um helgina. Mikil umfjöllum hefur verið um flokkinn og miðað við umræðuna vildu margir hann feigan. Flokkurinn er elsti flokkur landsins og stendur traustum rótum, það kom glögglega fram á þessu flokksþingi. Á því 90 ára tímabili sem Framsóknarflokkurinn hefur starfað hafa á annan tug stjórnmálaflokka lagt upp laupana eða verið slegið saman við aðra flokka. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skipt um nafn eða kennitölu og reyndar aldrei staðið til. Flokkurinn hefur haft gríðarleg áhrif á framþróun í landinu ekki bara frá árinu 1995, en á því tímabili hefur hann verið í farsælu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, heldur allt frá árinu 1916 en á því tímabili hefur flokkurinn verið í stjórnarsamstarfi samtals í 60 ár. Á flokksþinginu var ný forysta valin. Hinn framfarasinnaði Jón Sigurðsson hefur nú tekið við formennsku í flokknum og tekur við stjórninni af leiðtoga okkar, Halldóri Ásgrímssyni, en hann hefur verið með allra traustustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Jón er m.a. höfundur að háskólauppbyggingunni á Bifröst. Uppbyggingin á Bifröst er lýsandi dæmi um framsýni Jóns. Á sama hátt trúi ég því að hann eigi eftir að treysta innviði Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson er varaformaður og á mikinn stuðning innan flokksins enda þrautreyndur stjórnmálamaður. Sæunn Stefánsdóttir er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Enginn vafi er á þetta þríeyki á eftir að vinna vel saman og efla flokkinn, það er og ósk flokksmanna. Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman. Altént er lítið minnst á turninn sem hún sá í augsýn og átti að verða mótvægi við þann turn sem stundum er talað um þegar fjallað er um stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar. Í augnablikinu virðist samlíkingin um turn Samfylkingarinnar lágreistari en efni stóðu til í upphafi. Formaður vinstri grænna finnur það nýjum formanni Framsóknarflokksins það helst til foráttu að hann komi úr öðru umhverfi en menn eiga að venjast í pólitík. Það kemur reyndar engum á óvart að fulltrúar vinstri grænna finni eitthvað til þess að vera á móti og gera athugasemdir við. Sumir hafa einnig talað um að nýi formaðurinn hafi fengið þessa vegsemd á silfurfati. Þetta er auðvitað fráleit samlíking því hann er hvattur og kallaður til starfa af flokksmönnum og stendur í rauninni upp úr gullstól í Seðlabankanum sem oft hefur verið virðingarembætti fyrrverandi forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar. Ekki er úr vegi að rifja upp að núverandi formaður vinstri grænna sóttist eftir formannsembætti þegar síðast var kosið í það embætti hjá Alþýðubandalaginu sáluga. Hann varð undir og þegar Samfylkingin var stofnuð kaus hann að stofna sinn eigin flokk. Samt kom formannsefnið þá úr "réttu" umhverfi. Nú er rætt um kosningabandalag Samfylkingar og vinstri grænna. Þess vegna má líkja samhljómi þessara tveggja foringja stjórnarandstöðunnar við orðtak Steins Steinarr til minningar um misheppnaðan tónsnilling. " Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk." Við framsóknarmenn erum hins vegar tilbúnir að stilla saman strengi okkar undir öruggri forystu Jóns Sigurssonar og höldum áfram að gefa þann eina sanna tón sem verður íslenskri þjóð til sóknar og sóma. Framundan er ný framsókn elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Framsóknarmenn héldu glæsilegt flokksþing sitt um helgina. Mikil umfjöllum hefur verið um flokkinn og miðað við umræðuna vildu margir hann feigan. Flokkurinn er elsti flokkur landsins og stendur traustum rótum, það kom glögglega fram á þessu flokksþingi. Á því 90 ára tímabili sem Framsóknarflokkurinn hefur starfað hafa á annan tug stjórnmálaflokka lagt upp laupana eða verið slegið saman við aðra flokka. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skipt um nafn eða kennitölu og reyndar aldrei staðið til. Flokkurinn hefur haft gríðarleg áhrif á framþróun í landinu ekki bara frá árinu 1995, en á því tímabili hefur hann verið í farsælu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, heldur allt frá árinu 1916 en á því tímabili hefur flokkurinn verið í stjórnarsamstarfi samtals í 60 ár. Á flokksþinginu var ný forysta valin. Hinn framfarasinnaði Jón Sigurðsson hefur nú tekið við formennsku í flokknum og tekur við stjórninni af leiðtoga okkar, Halldóri Ásgrímssyni, en hann hefur verið með allra traustustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Jón er m.a. höfundur að háskólauppbyggingunni á Bifröst. Uppbyggingin á Bifröst er lýsandi dæmi um framsýni Jóns. Á sama hátt trúi ég því að hann eigi eftir að treysta innviði Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson er varaformaður og á mikinn stuðning innan flokksins enda þrautreyndur stjórnmálamaður. Sæunn Stefánsdóttir er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Enginn vafi er á þetta þríeyki á eftir að vinna vel saman og efla flokkinn, það er og ósk flokksmanna. Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman. Altént er lítið minnst á turninn sem hún sá í augsýn og átti að verða mótvægi við þann turn sem stundum er talað um þegar fjallað er um stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar. Í augnablikinu virðist samlíkingin um turn Samfylkingarinnar lágreistari en efni stóðu til í upphafi. Formaður vinstri grænna finnur það nýjum formanni Framsóknarflokksins það helst til foráttu að hann komi úr öðru umhverfi en menn eiga að venjast í pólitík. Það kemur reyndar engum á óvart að fulltrúar vinstri grænna finni eitthvað til þess að vera á móti og gera athugasemdir við. Sumir hafa einnig talað um að nýi formaðurinn hafi fengið þessa vegsemd á silfurfati. Þetta er auðvitað fráleit samlíking því hann er hvattur og kallaður til starfa af flokksmönnum og stendur í rauninni upp úr gullstól í Seðlabankanum sem oft hefur verið virðingarembætti fyrrverandi forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar. Ekki er úr vegi að rifja upp að núverandi formaður vinstri grænna sóttist eftir formannsembætti þegar síðast var kosið í það embætti hjá Alþýðubandalaginu sáluga. Hann varð undir og þegar Samfylkingin var stofnuð kaus hann að stofna sinn eigin flokk. Samt kom formannsefnið þá úr "réttu" umhverfi. Nú er rætt um kosningabandalag Samfylkingar og vinstri grænna. Þess vegna má líkja samhljómi þessara tveggja foringja stjórnarandstöðunnar við orðtak Steins Steinarr til minningar um misheppnaðan tónsnilling. " Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk." Við framsóknarmenn erum hins vegar tilbúnir að stilla saman strengi okkar undir öruggri forystu Jóns Sigurssonar og höldum áfram að gefa þann eina sanna tón sem verður íslenskri þjóð til sóknar og sóma. Framundan er ný framsókn elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar