Plútó er ekki lengur ein reikistjarnanna 25. ágúst 2006 07:00 brugðið á leik Jocelyn Bell Burnell, einn stjörnufræðinganna á ráðstefnunni, brá á leik eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og veifaði tuskudýri í líki Disney-hundsins Plútó til að leggja áherslu á mál sitt. Himintunglið Plútó hefur verið svipt reikistjörnutitli sínum, sem það hefur borið allt frá uppgötvun árið 1930. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í Tékklandi í gær, í kjölfar viku þrotlausra rökræðna um eðli alheimsins. Þetta varð niðurstaðan eftir að um 2.500 stjörnufræðingar frá 75 löndum komu sér saman um nýja skilgreiningu á reikistjörnu. Umræðan um skilgreiningu reikistjörnuhugtaksins fór á flug eftir að hnöttur, sem kallaður var Xena, fannst talsvert lengra frá sólinni en Plútó, en var þó nokkru stærri en hann. Vísindamenn stóðu þá frammi fyrir því að viðurkenna þann hnött annaðhvort sem reikistjörnu eða lækka Plútó í tign, sem varð raunin. Fyrir viku var lögð fram tillaga á þinginu sem hefði treyst reikistjörnustöðu Plútós, og bætt við Karon, stærsta tungli Plútós, Xenu og loftsteininum Ceres í þann hóp, en Ceres var skilgreindur sem reikistjarna á 19. öld. Tillagan olli miklu fjaðrafoki sem klauf stjörnufræðinga niður í nokkrar andstæðar í fylkingar og kom af stað heitum rökræðum sem lyktaði með tignarlækkun Plútós. Xena og Ceres fylgja Plútó í dvergreikistjörnuflokkinn en ekkert sérstakt hefur verið ákveðið um Karón, sem sennilega mun áfram verða einungis fylgitungl Plútós. Plútó fannst árið 1930 af bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh, síðastur hinna níu hnatta sem hingað til hafa talist reikistjörnur sólkerfisins, og var þeirra langminnstur. Nú eru pláneturnar hin vegar orðnar einungis átta talsins: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranús og Neptúnus. Sverrir Guðmundsson stjörnufræðingur sér eftir Plútó úr flokki reikistjarna en er ekki hissa á niðurstöðunni. „Þetta er í sjálfu sér skynsamlegasta niðurstaðan því það er líklegt að það finnist ennþá fleiri hnettir af svipaðri stærð og Plútó á næstu árum og ef það þyrfti að gera þá alla að reikistjörnum þá yrðu þær býsna margar.“ Eigendur prentsmiðja heimsins hljóta að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fyrir liggur að prenta þurfi endurskoðaðar útgáfur af öllum kennslu- og fræðibókum sem snerta stjörnufræði. Plútó Geimurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Himintunglið Plútó hefur verið svipt reikistjörnutitli sínum, sem það hefur borið allt frá uppgötvun árið 1930. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í Tékklandi í gær, í kjölfar viku þrotlausra rökræðna um eðli alheimsins. Þetta varð niðurstaðan eftir að um 2.500 stjörnufræðingar frá 75 löndum komu sér saman um nýja skilgreiningu á reikistjörnu. Umræðan um skilgreiningu reikistjörnuhugtaksins fór á flug eftir að hnöttur, sem kallaður var Xena, fannst talsvert lengra frá sólinni en Plútó, en var þó nokkru stærri en hann. Vísindamenn stóðu þá frammi fyrir því að viðurkenna þann hnött annaðhvort sem reikistjörnu eða lækka Plútó í tign, sem varð raunin. Fyrir viku var lögð fram tillaga á þinginu sem hefði treyst reikistjörnustöðu Plútós, og bætt við Karon, stærsta tungli Plútós, Xenu og loftsteininum Ceres í þann hóp, en Ceres var skilgreindur sem reikistjarna á 19. öld. Tillagan olli miklu fjaðrafoki sem klauf stjörnufræðinga niður í nokkrar andstæðar í fylkingar og kom af stað heitum rökræðum sem lyktaði með tignarlækkun Plútós. Xena og Ceres fylgja Plútó í dvergreikistjörnuflokkinn en ekkert sérstakt hefur verið ákveðið um Karón, sem sennilega mun áfram verða einungis fylgitungl Plútós. Plútó fannst árið 1930 af bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh, síðastur hinna níu hnatta sem hingað til hafa talist reikistjörnur sólkerfisins, og var þeirra langminnstur. Nú eru pláneturnar hin vegar orðnar einungis átta talsins: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranús og Neptúnus. Sverrir Guðmundsson stjörnufræðingur sér eftir Plútó úr flokki reikistjarna en er ekki hissa á niðurstöðunni. „Þetta er í sjálfu sér skynsamlegasta niðurstaðan því það er líklegt að það finnist ennþá fleiri hnettir af svipaðri stærð og Plútó á næstu árum og ef það þyrfti að gera þá alla að reikistjörnum þá yrðu þær býsna margar.“ Eigendur prentsmiðja heimsins hljóta að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fyrir liggur að prenta þurfi endurskoðaðar útgáfur af öllum kennslu- og fræðibókum sem snerta stjörnufræði.
Plútó Geimurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira