Innlent

Komin yfir sex þúsund stig

Úrvalsvísitalan rauf sex þúsund stiga múrinn í gær og hefur ekki staðið í hærra gildi í fimm mánuði.

Vísitalan endaði í 6.004 stigum í 1,67 prósenta dagshækkun. Þetta var tólfti dagurinn í röð sem hún hækkar.

Sem fyrr drógu fjármálafyrirtækin vagninn. Glitnir, sem tilkynnti að hann hefði lokið við endurfjármögnun vegna ársins 2007, hækkaði um 2,6 prósent, Landsbankinn hækkaði um 2,5 prósent, Straumur um 1,9 prósent og KB banki um 1,2 prósent. Hástökkvari dagsins var FL Group sem hækkaði um 3,4 prósent.

Frá áramótum nemur hækkunin 8,5 prósentum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×