Innlent

Með tæp 7 prómill í blóðinu

Lögreglan í Finnlandi stóð heimamann nýlega að ölvunarakstri. Reyndist maðurinn vera með 6,84 prómill af áfengi í blóðinu, en til samanburðar má nefna að á Íslandi þarf 0,5 prómill til að missa ökuleyfið.

Samkvæmt öllum mælikvörðum hefði maðurinn, sem er 61 árs, átt að vera meðvitundarlaus, en hann komst hins vegar undan á hlaupum inn í nálægan skóg, þar sem hann fannst skömmu síðar. Þótt ótrúlegt megi virðast sló maðurinn ekki finnska metið í ölvunarakstri, sem er 8,3 prómill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×