Eiturefnamóttaka í ljósum logum 26. ágúst 2006 07:00 Því fylgir mikil óvissa að fara inn í eld við þessar aðstæður. Maður veit ekkert hvað er þarna inni. Þarna geta verið allskonar efni og von á sprengingum svo þetta er öðruvísi tilfinning en að fara inn í venjulegt hús. Já, það var mjög óhugnanlegt að fara inn í húsið, sagði Gunnar Rúnar Ólafsson reykkafari, nýkominn út úr eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi sem varð eldi að bráð í gær. Áður en slökkvilið kom á staðinn varð sprenging í húsinu sem var nægilega kraftmikil til að stór móttökuhurð fór af hjörum og lenti út á vinnusvæðið fyrir framan húsið. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum eftir að sprengingar heyrðust í eiturefnamóttökunni. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri stjórnaði aðgerðum á staðnum. Eldur eins og þessi setur okkur alltaf í ákveðna viðbragðsstöðu. Við hringdum út stóra úthringingu sem þýðir að við köllum út allan okkar mannskap og einnig þá sem eru á frívakt. Við settum af stað okkar stærsta viðbúnað hér í kvöld. Mikill viðbúnaður var við Efnamóttökuna á meðan á aðgerðum stóð. Fimmtán til tuttugu bílar frá lögreglu og slökkviliði, þar af 5 sjúkrabílar voru til reiðu þar til slökkvistarfi lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Jón Viðar segir að tíu reykkafarar hafi verið við störf og sérstakur viðbúnaður hafi verið viðhafður vegna eiturefnanna. Okkar mannskapur er í eiturefnagöllum utanyfir eldgallana því þarna inni eru margskonar eiturefni sem við vitum ekki hver eru þegar við komum á staðinn. Við göngum því til verka viðbúnir því að hvaða efni sem er séu inni í eldinum. Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar hf., segir eldinn hafa komið upp í rafmagnsbúnaði en ekki í vél sem eymar leysiefni frá bílaiðnaði eins og upphaflega var talið. Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Því fylgir mikil óvissa að fara inn í eld við þessar aðstæður. Maður veit ekkert hvað er þarna inni. Þarna geta verið allskonar efni og von á sprengingum svo þetta er öðruvísi tilfinning en að fara inn í venjulegt hús. Já, það var mjög óhugnanlegt að fara inn í húsið, sagði Gunnar Rúnar Ólafsson reykkafari, nýkominn út úr eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi sem varð eldi að bráð í gær. Áður en slökkvilið kom á staðinn varð sprenging í húsinu sem var nægilega kraftmikil til að stór móttökuhurð fór af hjörum og lenti út á vinnusvæðið fyrir framan húsið. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum eftir að sprengingar heyrðust í eiturefnamóttökunni. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri stjórnaði aðgerðum á staðnum. Eldur eins og þessi setur okkur alltaf í ákveðna viðbragðsstöðu. Við hringdum út stóra úthringingu sem þýðir að við köllum út allan okkar mannskap og einnig þá sem eru á frívakt. Við settum af stað okkar stærsta viðbúnað hér í kvöld. Mikill viðbúnaður var við Efnamóttökuna á meðan á aðgerðum stóð. Fimmtán til tuttugu bílar frá lögreglu og slökkviliði, þar af 5 sjúkrabílar voru til reiðu þar til slökkvistarfi lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Jón Viðar segir að tíu reykkafarar hafi verið við störf og sérstakur viðbúnaður hafi verið viðhafður vegna eiturefnanna. Okkar mannskapur er í eiturefnagöllum utanyfir eldgallana því þarna inni eru margskonar eiturefni sem við vitum ekki hver eru þegar við komum á staðinn. Við göngum því til verka viðbúnir því að hvaða efni sem er séu inni í eldinum. Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar hf., segir eldinn hafa komið upp í rafmagnsbúnaði en ekki í vél sem eymar leysiefni frá bílaiðnaði eins og upphaflega var talið.
Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira