Viðskipti erlent

Risaþotan loksins komin í loftið

Starfsmenn Airbus fara um borð í risaþotuna.
Starfsmenn Airbus fara um borð í risaþotuna. Mynd/AP

A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi dag. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tekur sjö klukkustundir en farþegarnir, sem voru allir starfsmenn Airbus, munu gera prófanir á vélinni, sem er ein þeirra stærstu í heimi.

16 flugfélög hafa pantað 159 vélar frá Airbus en fyrirhugað er að afhenda þær fyrstu í desember til Singapore Airlines, hálfu ári á eftir áætlun.

Þetta þykir stórt skref fyrir EADS, stærsta hluthafa Airbus, sem hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum vegna tafa á framleiðslu vélanna. Bæði hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað mikið síðan greint var frá seinkuninni í júní auk þess sem hæstráðendur EADS og Airbus hafa sagt af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×