Túrkmenar skrúfa ekki fyrir gas til Rússa 5. september 2006 13:23 Samið um rússagas Oleksí Ívtsjenkó, forstjóri Naftogaz, og Alexei Miller, forstjóri Gazprom, handsala samninginn. Viðskipti Rússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom hefur samþykkt að greiða 35 prósenta hærra verð fyrir jarðgas frá Túrkmenistan. Fyrirtækið greiddi 65 Bandaríkjadali eða tæpar 4.600 krónur fyrir hverja 1.000 kúbikmetra fyrir gas frá landinu en mun greiða 100 dali eða rúmar 6.900 krónur fram til loka árs 2008 fyrir sama magn. Verðhækkunin bindur enda á deilur landanna á milli en Túrkmenar hótuðu að skrúfa fyrir gas til Rússlands yrði ekki gengið að verðinu. Gazprom flytur gasið út til annarra landa og er óttast að hækkunin muni koma illa niður á viðskiptalöndum fyrirtækisins, ekki síst fyrir Úkraínumenn sem eru háðir innflutningi á gasi frá Rússlandi. Rússar og Úkraínumenn deildu harkalega um viðskipti með gas um síðustu áramót en Úkraínumenn greiddu fjórfalt lægri upphæð fyrir jarðgas en aðrar viðskiptaþjóðir Gazprom. Þegar sættir um verð náðust ekki skrúfaði Gazprom fyrir gasútflutning til Úkraínu og hafði það áhrif til annarra landa. Skömmu eftir áramót náðist samkomulag í gasdeilunni en ekki hefur verið greint frá hvað í því felst að öðru leyti en því að það gildi til ársins 2008. Sérfræðingar óttast að samkomulagið geti verið í hættu því Gazprom hafi fram til þessa nýtt ódýrt jarðgas frá Túrkmenistan til að niðurgreiða gas til Úkraínu. - jab Erlent Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskipti Rússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom hefur samþykkt að greiða 35 prósenta hærra verð fyrir jarðgas frá Túrkmenistan. Fyrirtækið greiddi 65 Bandaríkjadali eða tæpar 4.600 krónur fyrir hverja 1.000 kúbikmetra fyrir gas frá landinu en mun greiða 100 dali eða rúmar 6.900 krónur fram til loka árs 2008 fyrir sama magn. Verðhækkunin bindur enda á deilur landanna á milli en Túrkmenar hótuðu að skrúfa fyrir gas til Rússlands yrði ekki gengið að verðinu. Gazprom flytur gasið út til annarra landa og er óttast að hækkunin muni koma illa niður á viðskiptalöndum fyrirtækisins, ekki síst fyrir Úkraínumenn sem eru háðir innflutningi á gasi frá Rússlandi. Rússar og Úkraínumenn deildu harkalega um viðskipti með gas um síðustu áramót en Úkraínumenn greiddu fjórfalt lægri upphæð fyrir jarðgas en aðrar viðskiptaþjóðir Gazprom. Þegar sættir um verð náðust ekki skrúfaði Gazprom fyrir gasútflutning til Úkraínu og hafði það áhrif til annarra landa. Skömmu eftir áramót náðist samkomulag í gasdeilunni en ekki hefur verið greint frá hvað í því felst að öðru leyti en því að það gildi til ársins 2008. Sérfræðingar óttast að samkomulagið geti verið í hættu því Gazprom hafi fram til þessa nýtt ódýrt jarðgas frá Túrkmenistan til að niðurgreiða gas til Úkraínu. - jab
Erlent Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira