Segir andóf ekki liðið 6. september 2006 07:00 Falun Gong-liðar mótmæla Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum þegar Kínaforseti kom til landsins voru mjög umdeildar. Deilt hefur verið um hversu langt mótmælendur geta gengið í aðgerðum sínum. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot. Innlent Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot.
Innlent Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent