Afurðastöðvar valda hækkun á kjötverði 6. september 2006 07:15 Verð frá sláturleyfishöfum til kjötúrvinnslustöðva hefur hækkað mikið í öllum flokkum kjötvara á síðastliðnu ári. Þessar hækkanir skila sér ekki til bænda nema að takmörkuðu leyti. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, segir að verð frá birgjum hafi hækkað mikið frá júní á síðasta ári. Hækkunin sé sautján prósent á ungnautakjöti í heilum skrokkum, um sautján prósent fyrir lambahrygg og læri og um tuttugu prósent fyrir svínakjöt. Þessar hækkanir skila sér að sjálfsögðu í hækkandi verði til neytenda. Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Esju, staðfestir þessar verðhækkanir. Sauðfjárafurðastöðvarnar hafa verið að hækka verð mikið á síðasta ári. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þessar hækkanir skili sér ekki allar til bænda. Hækkun í dilkakjöti er um tólf prósent að meðaltali og minna í nauta- og svínakjöti. Hagrætt hefur verið í slátrun og vinnslu á síðustu árum og neytendur ættu að njóta þess. Haraldur segir að skýringarnar á hækkunum sláturleyfishafa séu líklega launaþróun og hækkandi fjármagnskostnaður, auk almennra hækkana í rekstri fyrirtækja. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækið hafa verið í vandræðum frá síðustu áramótum vegna skorts á dilkakjöti. Við höfum þurft að neita mörgum um kjöt og þeir sem hafa fengið kjötið hafa þurft að kyngja hækkunum. Þeir hefðu þó væntanlega farið annað ef þeir hefðu fengið kjötið ódýrar annars staðar. Það verður samt að hafa í huga að við vorum áður að selja kjötið frá okkur undir markaðsverði. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, er ósammála formanni Bændasamtakanna og segir hækkanir úti á markaðnum í takt við hækkanir til bænda. Hann segir að jafnframt skuli haft í huga að vægið á allt heildarverðmæti skrokksins sé að færast yfir á gæðakjötið, sem sé bara helmingurinn af skrokknum. Verð á læri og hrygg segi því aðeins hálfa söguna. Innlent Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Verð frá sláturleyfishöfum til kjötúrvinnslustöðva hefur hækkað mikið í öllum flokkum kjötvara á síðastliðnu ári. Þessar hækkanir skila sér ekki til bænda nema að takmörkuðu leyti. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, segir að verð frá birgjum hafi hækkað mikið frá júní á síðasta ári. Hækkunin sé sautján prósent á ungnautakjöti í heilum skrokkum, um sautján prósent fyrir lambahrygg og læri og um tuttugu prósent fyrir svínakjöt. Þessar hækkanir skila sér að sjálfsögðu í hækkandi verði til neytenda. Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Esju, staðfestir þessar verðhækkanir. Sauðfjárafurðastöðvarnar hafa verið að hækka verð mikið á síðasta ári. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þessar hækkanir skili sér ekki allar til bænda. Hækkun í dilkakjöti er um tólf prósent að meðaltali og minna í nauta- og svínakjöti. Hagrætt hefur verið í slátrun og vinnslu á síðustu árum og neytendur ættu að njóta þess. Haraldur segir að skýringarnar á hækkunum sláturleyfishafa séu líklega launaþróun og hækkandi fjármagnskostnaður, auk almennra hækkana í rekstri fyrirtækja. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækið hafa verið í vandræðum frá síðustu áramótum vegna skorts á dilkakjöti. Við höfum þurft að neita mörgum um kjöt og þeir sem hafa fengið kjötið hafa þurft að kyngja hækkunum. Þeir hefðu þó væntanlega farið annað ef þeir hefðu fengið kjötið ódýrar annars staðar. Það verður samt að hafa í huga að við vorum áður að selja kjötið frá okkur undir markaðsverði. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, er ósammála formanni Bændasamtakanna og segir hækkanir úti á markaðnum í takt við hækkanir til bænda. Hann segir að jafnframt skuli haft í huga að vægið á allt heildarverðmæti skrokksins sé að færast yfir á gæðakjötið, sem sé bara helmingurinn af skrokknum. Verð á læri og hrygg segi því aðeins hálfa söguna.
Innlent Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent