Markaður leitar jafnvægis 7. september 2006 07:15 Sláturtíð Að mati forsvarsmanna afurðastöðva er kjötmarkaðurinn að leita jafnvægis eftir að kjötafurðir voru seldar undir markaðsverði. Þeir sem reka kjötvinnslur telja hækkanir síðasta árs of háar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd/Hörður Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“ Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“
Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira