Magna fagnað í Smáralind 18. september 2006 05:30 í faðmi fjölskyldunnar. Magni var ánægður með að vera komin heim í faðm Eyrúnar eiginkonu sinnar og Marínós sonar síns. „Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Ég varð klökkur þegar ég sá allan mannfjöldann sem var komin til að fagna mér," segir Magni Ásgeirsson nýlentur eftir þriggja mánaða dvöl í Los Angeles þar sem hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og lenti í fjórða sæti eins og kunnugt er. Miklu var tjaldað til í Vetrargarðinum þar sem Skjár einn og NFS voru með beinar útsendingar frá viðburðinum sem hófst klukkan 16 með söngatriðum frá landsþekktum tónlistarmönnum. Um hálf fimm renndi Magni í hlað beint frá Leifsstöð með miklu fylgdarliði en bifhjólasamtökin Sniglarnir tóku að sér að fylgja Magna alla leið frá Keflavík að Smáralind eins og sannri rokkstjörnu sæmir. Föndrað fyrir Magna Sumir voru búnir að útbúa skemmtilegt spjöld fyrir Magna þar sem hann var boðinn velkomin heim. Þegar Magni steig inn í Smáralindina ætlaði þakið að rifna af húsinu með lófaklappi og öskrum frá aðdáendum rokkstjörnunnar. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og fulltrúi frá Flugleiðum buðu Magna velkominn heim. Valgerður Sverrisdóttir færði Magna bók um myndlistarmanninn Kjarval frá íslensku ríkisstjórninni sem þakklætisvott fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma með glæsilegri frammistöðu og framkomu í þáttunum. Flugleiðir gáfu einnig Eyrúnu, eiginkonu Magna, ferð fyrir tvo til Evrópu sem mun eflaust nýtast fjölskyldunni vel. Alvöru rokktónleikar Búið var að útbúa glæsilegt svið í Smáralindinni þar sem fjöldinn allur af fólki var samansafnaður til að bera rokkstjörnuna augum. Magni steig svo á stokk ásamt hljómsveit sinni Á móti sól og hafði hann orð á því hversu langt væri síðan hann hefði talað íslensku á sviði og bað fólk afsökunar á því hversu þreyttur hann væri eftir langt flug. Þrátt fyrir að vera ósofinn tókst Magna að ná rífandi stemningu í Vetrargarðinum í Smáralind enda orðinn þaulvanur eftir dvöl sína meðal stjarnanna í Los Angeles. Áhorfendur horfðu hugfangnir á rokkstjörnu Íslands taka lagið og svo virtist sem öll Smáralindin tæki undir þegar Magni tók lagið „Hvar sem ég fer" með hljómsveitinni. Sungið með Magna Mikil stemning var á tónleikunum og áhorfendur tóku vel undir með Magna. „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað tekur við núna en það eina sem veit er að ég er að fara heim til mín og leika við son minn, Marínó og slökkva á símanum í að minnsta kosti viku," segir Magni Ásgeirsson að lokum. Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Ég varð klökkur þegar ég sá allan mannfjöldann sem var komin til að fagna mér," segir Magni Ásgeirsson nýlentur eftir þriggja mánaða dvöl í Los Angeles þar sem hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og lenti í fjórða sæti eins og kunnugt er. Miklu var tjaldað til í Vetrargarðinum þar sem Skjár einn og NFS voru með beinar útsendingar frá viðburðinum sem hófst klukkan 16 með söngatriðum frá landsþekktum tónlistarmönnum. Um hálf fimm renndi Magni í hlað beint frá Leifsstöð með miklu fylgdarliði en bifhjólasamtökin Sniglarnir tóku að sér að fylgja Magna alla leið frá Keflavík að Smáralind eins og sannri rokkstjörnu sæmir. Föndrað fyrir Magna Sumir voru búnir að útbúa skemmtilegt spjöld fyrir Magna þar sem hann var boðinn velkomin heim. Þegar Magni steig inn í Smáralindina ætlaði þakið að rifna af húsinu með lófaklappi og öskrum frá aðdáendum rokkstjörnunnar. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og fulltrúi frá Flugleiðum buðu Magna velkominn heim. Valgerður Sverrisdóttir færði Magna bók um myndlistarmanninn Kjarval frá íslensku ríkisstjórninni sem þakklætisvott fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma með glæsilegri frammistöðu og framkomu í þáttunum. Flugleiðir gáfu einnig Eyrúnu, eiginkonu Magna, ferð fyrir tvo til Evrópu sem mun eflaust nýtast fjölskyldunni vel. Alvöru rokktónleikar Búið var að útbúa glæsilegt svið í Smáralindinni þar sem fjöldinn allur af fólki var samansafnaður til að bera rokkstjörnuna augum. Magni steig svo á stokk ásamt hljómsveit sinni Á móti sól og hafði hann orð á því hversu langt væri síðan hann hefði talað íslensku á sviði og bað fólk afsökunar á því hversu þreyttur hann væri eftir langt flug. Þrátt fyrir að vera ósofinn tókst Magna að ná rífandi stemningu í Vetrargarðinum í Smáralind enda orðinn þaulvanur eftir dvöl sína meðal stjarnanna í Los Angeles. Áhorfendur horfðu hugfangnir á rokkstjörnu Íslands taka lagið og svo virtist sem öll Smáralindin tæki undir þegar Magni tók lagið „Hvar sem ég fer" með hljómsveitinni. Sungið með Magna Mikil stemning var á tónleikunum og áhorfendur tóku vel undir með Magna. „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað tekur við núna en það eina sem veit er að ég er að fara heim til mín og leika við son minn, Marínó og slökkva á símanum í að minnsta kosti viku," segir Magni Ásgeirsson að lokum.
Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira