Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur 20. september 2006 07:30 Kristján Gunnarsson Formaður Starfsgreinasambandsins, Kristján Gunnarsson, telur líklegt að lífeyrissjóðirnir haldi sínu striki. Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær. Innlent Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær.
Innlent Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira