Íslenski boltinn

Við gefumst aldrei upp

Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með að hafa náð 2. sæti Landsbankadeildarinnar með jafnteflinu í gær. "Við vissum það að jafntefli nægði okkur og við gerðum það sem þurfti. Það stóð vissulega tæpt en ég hafði alltaf trú á mínum mönnum. Nú förum við í bikarúrslitin vitandi það að við erum öruggir í Evrópukeppnina og það léttir mikilli pressu af okkur," sagði Teitur eftir leikinn.

Þjálfarinn gerði breytingar á liði sínu um miðjan síðari hálfleik sem gerðu sannarlega sitt gagn en fram að þeim hafði KR-liðið verið fjarri sínu besta.

"Ég tel það hafa verið eðlilegt. Óhjákvæmilega fórum við varlega í þennan leik því við eigum bikarúrslitaleikinn eftir og menn vildu alls ekki eiga á hættu að lenda í meiðslum eða leikbanni fyrir þann leik. Við gáfumst hins vegar aldrei upp og á endanum færði baráttan okkur annað stigið og þar með 2. sætið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×