Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið 24. september 2006 10:15 Fyrrum félagar berjast. Garðar Jóhannsson hjá Val fann sig ágætlega gegn sínum gömlu samherjum í KR í gær og skoraði meðal annars gott mark. Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira