Jafntefli hjá Víking og ÍA og allir skildu sáttir 24. september 2006 11:30 Stuð í búningsklefanum. Víkingar réðu sért vart af kæti eftir að hafa tryggt sér áframhaldandi veru í Landsbankadeild að ári. Kampavínið flæddi í búningsklefanum eftir leikinn og leikmenn dönsuðu og hoppuðu. Á litlu myndinni sést Viktor Bjarki Arnarsson þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í sumar. Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni í gær og komu úrslitin fáum á óvart. Jafntefli hagnaðist báðum vel og jafnvel þótt að Grindavík hefði unnið sinn leik hefðu bæði Víkingur og ÍA haldið sætum sínum í deildinni. Bjarki Gunnlaugsson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Rodney Perry jafnaði metin í þeim síðari. Leikurinn var ekki flókinn. Skagamenn voru mun betri í fyrri hálfleik og heimamenn voru með talsverða yfirburði í þeim síðari. Bæði liðin uppskáru eitt mark og síðasta stundarfjórðunginn virtust leikmenn ánægðir með stöðu mála og sóttu hreint ekkert að marki andstæðingsins. Það var í raun fremur kómísk sjón. "Það var rosaleg spenna í okkar mönnum fyrir leik og í hálfleik," sagði Magnús Gylfason þjálfari Víkins. "Ég skrifa frammistöðuna í fyrri hálfleik á það. Það sást að reynslan var öll hinum megin á vellinum en sem betur fer komum við mun grimmari til leiks í síðari hálfleik og skoruðum mark. Við hefðum átt að skora fleiri," sagði Magnús en Arnar Jón Sigurgeirsson skoraði reyndar mark snemma í síðari háfleik sem var dæmt af vegna rangstöðu. xxxx xxxx xxxx "Ég er mjög stoltur af mínu liði í dag og er ánægður með sumarið. Við áttum hræðilegan leik í Hafnarfirði um síðustu helgi en ef maður lítur á hina sextán leikina erum við bara óheppnir að vera ekki komnir ofar," bætti Magnús við. Arnar Gunnlaugsson og bróðir hans Bjarki fengu um mitt sumar það hlutverk að bjarga liðinu frá falli eftir skelfilega byrjun á mótinu undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. "Þetta var mjög spennandi," sagði Arnar. "Þetta hefur reynt mikið á taugarnar síðustu mánuði en við sýndum mikinn karakter og ég held að strákarnir hafi orðið sterkari fyrir vikið. En við höfum verið klaufar í allt sumar og kastað frá okkur mörgum leikjum. Við erum með sterkt lið en það vinnur ekkert lið á pappírnum en slæm byrjun í vor fór alveg með okkur." Fyrirliði Víkinga, Höskuldur Eiríksson, var vitanlega hæstánægður með árangurinn. "Ég held að þetta sé í fyrsta sinn síðan 1991 sem Víkingur nær að halda sæti sínu í efstu deild. Þessi úrslit í dag og staðan í deildinni gerir það að verkum að tímabilið var frábært hjá okkur því við komumst einnig í undanúrslit í bikarnum. Þó að þetta hafi endað í smá stressi hjá okkur vorum við lengi vel í sumar í baráttunni um 2. sæti. Tímabilið hefur verið fyrst og fremst skemmtilegt og erum við allir í skýjunum í dag." Höskuldur segist sérstaklega ánægður með árangurinn í ljósi þess hversu ungt Víkingsliðið er. "Enginn leikmaður er eldri en 28 ára og vonandi náum við nú að festa okkur í sessi sem úrvalsdeildarlið. Það getur verið erfitt að ná í leikmenn og með því að halda sæti okkar gerum við liðið okkar að mun fýsilegri kosti." Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni í gær og komu úrslitin fáum á óvart. Jafntefli hagnaðist báðum vel og jafnvel þótt að Grindavík hefði unnið sinn leik hefðu bæði Víkingur og ÍA haldið sætum sínum í deildinni. Bjarki Gunnlaugsson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Rodney Perry jafnaði metin í þeim síðari. Leikurinn var ekki flókinn. Skagamenn voru mun betri í fyrri hálfleik og heimamenn voru með talsverða yfirburði í þeim síðari. Bæði liðin uppskáru eitt mark og síðasta stundarfjórðunginn virtust leikmenn ánægðir með stöðu mála og sóttu hreint ekkert að marki andstæðingsins. Það var í raun fremur kómísk sjón. "Það var rosaleg spenna í okkar mönnum fyrir leik og í hálfleik," sagði Magnús Gylfason þjálfari Víkins. "Ég skrifa frammistöðuna í fyrri hálfleik á það. Það sást að reynslan var öll hinum megin á vellinum en sem betur fer komum við mun grimmari til leiks í síðari hálfleik og skoruðum mark. Við hefðum átt að skora fleiri," sagði Magnús en Arnar Jón Sigurgeirsson skoraði reyndar mark snemma í síðari háfleik sem var dæmt af vegna rangstöðu. xxxx xxxx xxxx "Ég er mjög stoltur af mínu liði í dag og er ánægður með sumarið. Við áttum hræðilegan leik í Hafnarfirði um síðustu helgi en ef maður lítur á hina sextán leikina erum við bara óheppnir að vera ekki komnir ofar," bætti Magnús við. Arnar Gunnlaugsson og bróðir hans Bjarki fengu um mitt sumar það hlutverk að bjarga liðinu frá falli eftir skelfilega byrjun á mótinu undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. "Þetta var mjög spennandi," sagði Arnar. "Þetta hefur reynt mikið á taugarnar síðustu mánuði en við sýndum mikinn karakter og ég held að strákarnir hafi orðið sterkari fyrir vikið. En við höfum verið klaufar í allt sumar og kastað frá okkur mörgum leikjum. Við erum með sterkt lið en það vinnur ekkert lið á pappírnum en slæm byrjun í vor fór alveg með okkur." Fyrirliði Víkinga, Höskuldur Eiríksson, var vitanlega hæstánægður með árangurinn. "Ég held að þetta sé í fyrsta sinn síðan 1991 sem Víkingur nær að halda sæti sínu í efstu deild. Þessi úrslit í dag og staðan í deildinni gerir það að verkum að tímabilið var frábært hjá okkur því við komumst einnig í undanúrslit í bikarnum. Þó að þetta hafi endað í smá stressi hjá okkur vorum við lengi vel í sumar í baráttunni um 2. sæti. Tímabilið hefur verið fyrst og fremst skemmtilegt og erum við allir í skýjunum í dag." Höskuldur segist sérstaklega ánægður með árangurinn í ljósi þess hversu ungt Víkingsliðið er. "Enginn leikmaður er eldri en 28 ára og vonandi náum við nú að festa okkur í sessi sem úrvalsdeildarlið. Það getur verið erfitt að ná í leikmenn og með því að halda sæti okkar gerum við liðið okkar að mun fýsilegri kosti."
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira