Innlent

Jarðgöng óháð umhverfismati

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði í Svalbarðsstrandarhreppi og Þingeyjarsveit skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fornleifanefnd ríkisins segir að rannsóknir á fornleifum á svæðinu séu nauðsynlegar áður en framkvæmdir hefjist.

Skipulagsstofnun telur að áhrif á menningarminjar verði ekki veruleg ef farið verði að tillögum Fornleifaverndarinnar. Með göngunum styttist hringvegurinn um sextán kílómetra. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×