Esteban Lazo Hernández, starfandi varaforseti Kúbu, hélt reiðilestur yfir bandarískum ráðamönnum á allsherjarþinginu í New York á dögunum. Hann hélt því fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna eyddi meiri fjármunum í að ofsækja og refsa þeim fyrirtækjum sem ættu í viðskiptum við eyríkið en eytt væri í rannsókn á því hver hefði fjármagnað hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana.
Varaforsetinn áréttaði einnig að ríki ættu að hafa fullt frelsi til að nýta auðlindir í friðsamlegum tilgangi og vísaði þar til kjarnorkudeilu Írana við helstu kjarnorkuveldi heims.