Ofbeldi án refsingar 25. september 2006 05:00 Vændi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga er að refsiákvæði um að stunda vændi er afnumið og lagt er bann við að auglýsa vændi. Báðar breytingarnar eru spor í rétta átt en það vantar mikilvægasta skrefið, sem er að gera kaup á vændi refsivert. Skoðanir fólks eru skiptar um hvaða leið er best að fara, hvort sem fólk er hlynnt vændi eða ekki. Því miður líta sumir enn svo á að vændi eigi að flokkast með frjálsum viðskiptum manna á milli en slík afstaða viðheldur völdum karlmanna yfir konum. Þau sem eru andsnúin vændi greinir líka á um leiðir en kvennahreyfingin hér á landi hefur sameinast um afdráttarlausa afstöðu, að fara sænsku leiðina. Meirihluti þeirra sem eru seld í vændi og mansal eru konur en flestir kaupenda eru karlar. Kynjavinkillinn er skýr þar sem karlmönnum er í raun tryggður aðgangur að líkömum kvenna og þeirra karla sem lenda neðst í valdapíramídanum. Afleiðingar vændis eru svipaðar afleiðingum kynferðisofbeldis og skömmin og niðurlægingin er hvergi meiri en hjá þeim sem eru í vændi. Þessar manneskjur þarfnast félagslegra úrræða til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Rétt eins og við refsum fólki ekki fyrir sjálfsmorðstilraunir eða aðrar sjálfsmeiðingar heldur réttum þeim hjálparhönd þurfum við að koma eins fram við þau sem eru í vændi. Hvað varðar kaupendur er staðan allt önnur. Hver einasti kaupandi á að vita að hann er að skaða aðra manneskju og beita hana ofbeldi. Kaupandinn á að vita um háa tíðni kynferðisofbeldis í fortíð vændiskvenna, tenginguna við fíkniefni, neyð og mansal. Hann á einnig að vita að ef svo ólíklega vill til að hann lendi á hinni hamingjusömu hóru þá tryggir hann með kaupunum að hamingjan endist ekki lengi þar sem afleiðingarnar verða á endanum eins og í öðru kynferðisofbeldi. Það er því með ólíkindum að samfélag sem kallar sinn samtíma upplýsingaöld nýtir ekki þá þekkingu sem til er með því að gera kaup á vændi refsivert. Höfundur er talskona Femínistafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Vændi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga er að refsiákvæði um að stunda vændi er afnumið og lagt er bann við að auglýsa vændi. Báðar breytingarnar eru spor í rétta átt en það vantar mikilvægasta skrefið, sem er að gera kaup á vændi refsivert. Skoðanir fólks eru skiptar um hvaða leið er best að fara, hvort sem fólk er hlynnt vændi eða ekki. Því miður líta sumir enn svo á að vændi eigi að flokkast með frjálsum viðskiptum manna á milli en slík afstaða viðheldur völdum karlmanna yfir konum. Þau sem eru andsnúin vændi greinir líka á um leiðir en kvennahreyfingin hér á landi hefur sameinast um afdráttarlausa afstöðu, að fara sænsku leiðina. Meirihluti þeirra sem eru seld í vændi og mansal eru konur en flestir kaupenda eru karlar. Kynjavinkillinn er skýr þar sem karlmönnum er í raun tryggður aðgangur að líkömum kvenna og þeirra karla sem lenda neðst í valdapíramídanum. Afleiðingar vændis eru svipaðar afleiðingum kynferðisofbeldis og skömmin og niðurlægingin er hvergi meiri en hjá þeim sem eru í vændi. Þessar manneskjur þarfnast félagslegra úrræða til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Rétt eins og við refsum fólki ekki fyrir sjálfsmorðstilraunir eða aðrar sjálfsmeiðingar heldur réttum þeim hjálparhönd þurfum við að koma eins fram við þau sem eru í vændi. Hvað varðar kaupendur er staðan allt önnur. Hver einasti kaupandi á að vita að hann er að skaða aðra manneskju og beita hana ofbeldi. Kaupandinn á að vita um háa tíðni kynferðisofbeldis í fortíð vændiskvenna, tenginguna við fíkniefni, neyð og mansal. Hann á einnig að vita að ef svo ólíklega vill til að hann lendi á hinni hamingjusömu hóru þá tryggir hann með kaupunum að hamingjan endist ekki lengi þar sem afleiðingarnar verða á endanum eins og í öðru kynferðisofbeldi. Það er því með ólíkindum að samfélag sem kallar sinn samtíma upplýsingaöld nýtir ekki þá þekkingu sem til er með því að gera kaup á vændi refsivert. Höfundur er talskona Femínistafélags Íslands.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar