Innlent

Rússneskum hundum lógað

Lögreglan á Akureyri lógaði tveimur hundum klukkan hálftíu á fimmtudagsmorgun. Hundarnir voru í eigu rússneskra sjómanna á skipinu Kazan, sem legið hefur við landfestar í höfn bæjarins í tvær vikur.

Rússnesku sjómennirnir virtu íslensk sóttvarnarlög að vettugi og komu tvívegis með hundana í land þrátt fyrir að lögreglan hefði varað þá við í fyrra skiptið.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru sjómennirnir daprir vegna örlaga hundanna sem voru svæfðir hjá dýralækni.

Þrír rússneskir togarar munu nú vera í Akureyrarhöfn og er þeim ætlað að hafa þar vetursetu fram í mars. Um 150 manns eru í áhöfn skipanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×