Innlent

Launin hækka hjá hinu opinbera

Stefán Úlfarsson
Stefán Úlfarsson

Launavísitalan var 300,4 stig í október og hafði hækkað um 0,5 prósent frá því í september, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra hafði hún hækkað um 0,3 prósent. Launavísitalan hefur hækkað um ellefu prósent síðustu tólf mánuði.

Stefán Úlfarsson, hagfræðingur ASÍ, segir að hækkunin komi ekki á óvart miðað við verðbólguna sem sé nú rúmlega sjö prósent. Verðbólguhraðinn hafi minnkað og laun standi í stað nema kannski hjá hinu opinbera, þar hafi verið gengið frá nokkrum samningum upp á síðkastið.

„Þetta er vísbending um það að endurskoðun samninga frá því í sumar sé að nokkru leyti komin fram nú þegar,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×