Innlent

Aðstaða víða ófullnægjandi

Aðstaða til smíðakennslu er harðlega gagnrýnd í bréfi sem Félag íslenskra smíðakennara hefur ritað Menntasviði Reykjavíkurborgar.

Í bréfinu segir að víða í nýjum skólum sé aðstaða til smíðakennslu takmörkuð og að smíðakennarar fáist ekki til að sækja um störf vegna aðstöðuleysis. Þá benda smíðakennarar á að ekkert tillit hafi verið tekið til ítrekaðra ábendinga og varnaðarorða smíðakennara við hönnun nýrra skólabygginga en þar vanti meðal annars nauðsynlegar vélar og tæki til kennslunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×