Innlent

Óttast fylgistap vegna Árna

Árni Johnsen
Árni Johnsen

Víðtæk og hörð andstaða mun vera meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins við að Árni Johnsen verði á framboðslista í kosningunum í vor.

Herma heimildir Fréttablaðsins að þingmennirnir óttist mjög að flokkurinn muni tapa stuðningi kjósenda um allt land bjóði hann Árna fram. Jafnvel sé farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi þótt hann kunni að draga eitthvað úr fylgi flokksins í því kjördæmi.

Eftir úrslit prófkjörsins þar sem Árni hlaut 2. sæti virðist Sjálfstæðisflokknum ekki stætt á öðru en að stilla Árna upp í því sæti.

Árni Johnsen segir orðalag sitt um „tæknileg mistök" hafa verið klaufalegt en að listinn liggi fyrir. Enginn hafi rætt við sig um breytingar og að sjálfur hafi hann engin áform um að víkja af listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×