Innlent

Ríkisstjórn þarf að samþykkja

Ríkisstjórn Íslands og stjórn skipasmíðafyrirtækisins Asmar í Chile þurfa að veita samþykki sitt áður en hægt er að skrifa undir samning um smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæslu Íslands.

Skýringarviðræður til undirbúnings samnings eru nú í gangi milli fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupa og Asmar með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnarinnar og stjórn Asmar að sögn Þórhalls Hákonarsonar, umsjónarmanns útboðsins fyrir hönd Ríkiskaupa. „Viðræður eru í eðlilegum farvegi. En það verður ekki skrifað undir neitt á næstunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×