Innlent

Vilja meina för ráðherra á fund NATO

Herlið NATO í Afganistan.
Herlið NATO í Afganistan. MYND/AP

Fulltrúar samtaka herstöðvaandstæðinga ætla í dag að fara fram á það við sýslumanninn í Reykjavík, að hann setji lögbann á för íslenskra ráðherra á fund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Riga í Lettalandi í næstu viku.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að ætla megi að þar verði rætt um skipulag hernaðaraðgerða NATO í Afganistan. Hernaðurinn þar í landi stangist hinsvegar á við alþjóðasáttmála, sem Ísland hefur undirgengist og megi því ætla að á fundinum verði lagt á ráðin um lögbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×