Innlent

Vilja lægri hámarkshæð

Töfrafoss Frjálslyndir segja Töfrafoss varinn verði Hálslón lækkað um 20 metra.
Töfrafoss Frjálslyndir segja Töfrafoss varinn verði Hálslón lækkað um 20 metra. MYND/GVA

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, mun í dag leggja til að Borgarstjórn Reykjavíkur beini þeim tilmælum til stjórnar Landsvirkjunar að hámarkshæð vatnsborðs í Hálslóni verði 605 metrar en ekki 625 metrar eins og nú er ráðlagt. Með því að lækka lónhæðina, segir í tillögunni, dregur úr hættu á stíflurofi og gerir mögulegt að bregðast við í tæka tíð ef hamfarahlaup verður í Jöklu.

Þá telja Frjálslyndir að flatarmál lónsins muni minnka úr 58 ferkílómetrum í 38 ferkílómetra og tryggja þar með farleiðir hreindýra milli Kringils­árrana og Vesturöræfa og náttúrufyrirbæri á borð við austustu töðuhraukana og Töfrafoss muni ekki fara undir vatn.

Samkvæmt útreikningum Frjálslyndra mun orkugeta Kárahnjúkavirkjunar að hámarki minnka um 26 prósent við lækkunina. Þó kemur fram í tillögunni að líkur bendi til að orkugetan muni minnka umtalsvert minna vegna hlýnandi loftslags sem dregur úr vægi kaldra ára í forðareikningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×