Innlent

Sækist eftir öruggu þingsæti

Valgerður Bjarnadóttir Vill hjálpa til við að búa til stóran jafnaðarmannaflokk.
Valgerður Bjarnadóttir Vill hjálpa til við að búa til stóran jafnaðarmannaflokk.

 Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri á innkaupa- og vörustjórnunarsviði hjá Landspítala–háskólasjúkrahúsi, gefur kost á sér í 3. til 5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í vor. "Það sem rekur mig helst af stað í framboð er að ég tel að sé möguleiki á að reka smiðshöggið á að búa til stóran jafnaðarmannaflokk. Það þurfa allir að leggjast á árar við það og ég vil gjarnan reyna að hjálpa til við það."

Valgerður sat í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar árin 2002 til 2004 og hefur verið viðloðandi starfið undanfarin ár. "Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég bjóði mig fram þar sem ég hef haft óbilandi áhuga á pólitík. Og nú vil ég athuga hvort fólk telji að ég hafi eitthvað til málanna að leggja."

Valgerður segir ekki langt síðan ákvörðun um framboð hafi verið tekin en hugleiðingar um framboð hafi verið að velkjast í henni í nokkurn tíma. "Ég hef verið á hliðarlínunni í pólitík í gegnum tíðina og nú vil ég láta á þetta reyna."

Valgerður er viðskiptafræðingur að mennt og að ljúka meistaranámi í heilsuhagfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×